Islanda

Fimm byssuskot á 72. stræti 8. desember 1980

DV - 3 ore 9 min fa

Við fjölskyldan höfum dvalið í New York undanfarna daga. Í gærkvöldi gengum við eftir 72 stræti með vini okkar sem heitir Desmond. Hann sagði okkur magnaða sögu.

Veturinn 1980 bjó hann í íbúð stóru húsi við þessa götu. Að kvöldi 8. desember var hann að tala í síma við vinkonu sína sem heitir Maria. Þá glumdu allt í einu byssuskot í götunni, fimm skot.

Stór hús standa sín hvoru megin við götuna og hljóðið magnaðist upp milli blokkanna. Hávaðinn var slíkur að fyrstu viðbrögð Desmonds voru að leita skjóls. Maria, sem var á hinum enda símalínunnar, heyrði líka skotin.

Þetta kvöld var John Lennon myrtur þarna fyrir utan. Hann var að ganga inn húsið þar sem hann bjó, svokallaða Dakota byggingu, þegar morðingi hans kom aðvífandi og skaut hann fimm sinnum.

Desmond lýsti fyrir okkur atburðarásinni í götunni, fyrst þegar lögreglan lokaði hana af og síðan þegar borgarbúa dreif að til að syrgja hinn fallna tónlistarmann.

Hann sagði okkur líka frá dyrum sem eru í einu húsanna á götunni. Morðinginn hafði kortlagt ferðir Lennons dagana áður og þegar hann fór til að fremja ódæðið fór hann í gegnum þessar dyr. Íbúum hússins varð svo illa við þetta að þeir létu loka dyrunum fyrir fullt og allt og það sést ekki nema rétt móta fyrir því að nokkurn tíma hafi verið gengt þarna í gegn.

 

The post Fimm byssuskot á 72. stræti 8. desember 1980 appeared first on DV.

Categorie: Islanda

Leit að bát

Bæjarins Besta - Ven, 14/12/2018 - 23:38

Tilkynning frá Landsbjörgu:

Björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar a norðanverðum Vestfjörðum hafa verið kallaðar út til leitar að báti.

Báturinn virðist hafa dottið úr ferilvöktun og því nauðsynlegt að hefja leit. Björgunarskip og bátar á svæðinu eru á leið á svæðið þar sem báturinn sást síðast.

Frekari upplýsingar liggja ekki fyrir að svo stöddu.

Categorie: Islanda

Elísabet um fósturmissi: „Þú getur ekki tekið sorgina frá neinum“

DV - Ven, 14/12/2018 - 23:30

„Það er mikilvægt að festa sig ekki í gömlu hlutverki. Gamla hlutverkið manns virkar ekki alltaf við nýjar aðstæður. Maður þarf að bíða, sjá, vona og byrja eða jafnvel sleppa tökunum. Þetta er eitt af því sem ég lærði eftir þessa merkilegu reynslu.”

Svo mælir Elísabet Kristín Jökulsdóttir, skáld og rithöfundur, en hún gerir upp gamla sorg og eldri minningar í nýjustu ljóðabók sinni. Bókin ber heitið Stjarna á himni: Lítil sál sem aldrei komst til jarðar, og segir Elísabet bókina segir fjalla um það hvernig tilfinningin það er að missa fóstur frá sjónarhorni ömmunnar þegar um endurteknar tæknifrjóvganir er að ræða.

Að sögn Elísabetar sá hún sig sem eins konar almætti á fyrri árum. Þegar hún er beðin að útskýra það nánar tekur hún fram að hún hafi ofmetið hæfni sína til að stýra og stjórna öllu varðandi fjölskyldu sína. Jafnframt vill hún meina að ljóðin gefi innsýn inn í þær varnir sem einstaklingur á til að byggja upp með sorginni.

„Ég þóttist eitt sinn geta tekið sorgina frá einum syni mínum,“ segir Elísabet og heldur áfram, „Þá sagði annar sonur minn: „þú getur ekki tekið sorgina frá neinum.”

„Síðan kynntist ég konu sem sagði mér að sorgin væri eign og því er ég sammála,” segir Elísabet. „Maður á sína sorg, því sorgin gefur manni svo margar upplýsingar, til dæmis hver maður er, og hvað maður er að syrgja. Sorgin inniheldur líka allar aðrar tilfinningar; feginleika, gleði, eftirsjá. Hún er ekki einn pakki sem heitir sorg. Hún er rosalega margslungin og þú átt þínar eigin tilfinningar.“

Þá segir Elísabet að besta svarið, þegar fólk leitar til annarra fyrir ráð, sé með svarinu: „Þú munt finna út úr þessu,“ að sorgar- og bataferli virki yfirleitt ef hlutirnir þróast af sjálfu sér.

„Þetta eru bestu ráðin, frekar en að segja eitthvað í líkingu við „Farðu til Færeyja eða keyptu þér kjól. Það getur alveg verið ágætt en stundum er maður svo þreklaus að það er bara penninn sem ratar. Sumir geta kannski tjáð sig við fólk en ég tjái mig best við blaðið, en það hefur batnað með árunum.“

„Að missa fóstur er að missa barn. En það var fræðslan, trúin, þessi lífsins ljóð, sem stöppuðu í mig stálinu og héldu mér gangandi þau sex ár sem það tók að koma Lillý Elísabetu ömmustelpu í heiminn. Og Talía var þrjú á leiðinni til okkar,“ segir Elísabet á Facebook-síðu sinni þar sem hún deilir mynd af bókinni. Sonardóttir Elísabetar, Kamilla Garpsdóttir, teiknaði kápumyndina.

„Ofar öllu var styrkur mömmunnar og pabbans, því þótt þau deildu reynslu sinni, styrk og vonum, þá voru þau eitt heilagt félag sem þáðu, þráðu og fengu hjálpina hvort frá öðru.

Núna er ég svo óskaplega þakklát fyrir að hafa kynnst þessum heimi, og kannski einu sinni á ári gæti ég átt það til að vínka einni stjörnu og segja: Hæ, ég er amma þín.

Stóra sagan í bókinni er um það hvernig við höldum alltaf áfram, þegar myrkrið hellist yfir okkur, við missum mátt og sálarþrek, eygjum enga von, vitum ekki hvernig áttin snýr… þá er það kannski penninn einn sem ratar.“

Bókin fæst í Melabúðinni, Eymundsson Austurstræti, Bókakaffinu Selfossi og hjá höfundi.

The post Elísabet um fósturmissi: „Þú getur ekki tekið sorgina frá neinum“ appeared first on DV.

Categorie: Islanda

Þorgeiri blöskrar fullyrðingar grænkera: „Að hafa dýr í búrum er eins og að hafa gyðinga í útrýmingarbúðum“

DV - Ven, 14/12/2018 - 23:00

Grænkerinn Birkir Steinn Erlingsson mætir reglulega í útvarpsþáttinn Ísland vaknar á K100 og fer yfir veganisma og þær ástæður sem liggja á bak við þá ákvörðun fólks að gerast grænkerar.

Þorgeir Arnórsson á Akureyri fann sig knúinn til að svara Birki í Ísland vaknar í morgun. Sagði hann margar fullyrðingar grænkera í tengslum við umhverfisvernd og fleira ekki vera réttar.

„Vegan framleiðsla, framleiðsla á matvöru fyrir veganista, hún er ekkert svo umhverfisvænni. Ég myndi ekki segja að hún væri jafn skemmandi og kjötframleiðslan, en hún er nálægt því,“ sagði Þorgeir og nefndi í þessu samhengi framleiðslu á soja.

„Yfir 31 milljón hektara af landsvæði bara í Brasilíu hafa verið tekin undir soja framleiðslu.“

Þá var hann spurður út í þær fullyrðingar grænkera að þeir sem nota dýraafurðir gegn vilja dýranna séu ofbeldismenn. Þá stóð ekki á svörunum.

„Þetta er ein af þessum öfgafullyrðingum. Skepnur, jú, jú, þær finna til og þær eru með ákveðið „social structure“ í kringum sig og svoleiðis. En að líkja þessu saman eins og maður hefur stundum séð auglýst á netinu, í sjónvarpinu og á fleiri stöðum, þar sem er verið að bera saman að hafa dýr í búrum er eins og að hafa gyðinga í útrýmingarbúðum í seinni heimsstyrjöldinni. Verið að stökkva til og búa til eitthvað sem að stenst ekki raunhugsun,“ sagði Þorgeir, en viðtalið í heild sinni má hlusta á hér fyrir neðan.

The post Þorgeiri blöskrar fullyrðingar grænkera: „Að hafa dýr í búrum er eins og að hafa gyðinga í útrýmingarbúðum“ appeared first on DV.

Categorie: Islanda

Pochettino segir að stjórnarformaðurinn hafi áhyggjur af sér: Ekki gaman fyrir hann að heyra þetta

DV - Ven, 14/12/2018 - 22:51

Mauricio Pochettino, stjóri Tottenham, segir að stjórnarformaður félagsins, Daniel Levy, hafi áhyggjur af sinni framtíð.

Pochettino er reglulega orðaður við önnur félög og þá sérstaklega spænska stórliðið Real Madrid.

Levy vill alls ekki missa Pochettino annað og segir Argentínumaðurinn að það sé eðlilegt að hafa áhyggjur

,,Ég veit að þetta getur verið hundleiðinlegt en hann hefur kannski áhyggjur, hann er áhyggjufullur sem er eðlilegt,“ sagði Pochettino.

,,Það er auðvitað ekki gaman fyrir Daniel að heyra þetta. Þarf ég að sannfæra hann? Nei.“

,,Þetta er eins og þegar forsetarnir segja ‘Nei, þjálfarinn verður hér áfram og við treystum honum’ og svo er hann rekinn eftir næsta leik.“

,,Hann er áhyggjufullur maður því hann vill halda mér. Það er eðlilegt vegna þess sem sagt er.

The post Pochettino segir að stjórnarformaðurinn hafi áhyggjur af sér: Ekki gaman fyrir hann að heyra þetta appeared first on DV.

Categorie: Islanda

Neville spilaði bara með tveimur leikmönnum í heimsklassa

DV - Ven, 14/12/2018 - 22:44

Gary Neville, fyrrum leikmaður Manchester United, lék aðeins með tveimur heimsklassa leikmönnum hjá félaginu.

Þetta segir Jamie Carragher, fyrrum leikmaður Liverpool en þeir tveir starfa nú saman hjá Sky Sports.

Neville lék með mörgum góðum leikmönnum á Old Trafford en tveir standa þó upp úr samkvæmt Carragher.

Hann nefnir Cristiano Ronaldo, fyrrum vængmann liðsins og Peter Schmeichel, fyrrum markvörð.

,,Gary Neville sagði eitt sinn við mig að hann hafi aðeins spilað með tveimur alvöru heimsklassa leikmönnum hjá Manchester United,“ sagði Carragher.

,,Einn af þeim var Cristiano Ronaldo og hinn var Peter Schmeichel. Hann var svo mikilvægur í því sem United afrekaði.“

The post Neville spilaði bara með tveimur leikmönnum í heimsklassa appeared first on DV.

Categorie: Islanda

Klopp svarar: Mun Liverpool styrkja sig?

DV - Ven, 14/12/2018 - 22:36

Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, hefur svarað því hvort félagið muni styrkja sig í janúarglugganum.

Það styttist í að lið á Englandi geti keypt leikmenn á ný en það er oft áhættusamt að fá inn nýja menn á miðju tímabili.

Það eru nokkur meiðsli í öftustu línu Liverpool en Klopp býst þó ekki við að fá inn leikmenn.

,,Staðan okkar er svona; ef þið hefðuð spurt mig fyrir tveimur vikum hvort við myndum gera eitthvað þá hefði ég sagt líklega ekki,“ sagði Klopp.

,,Núna eigum við tvo hafsenta sem eru klárir. Munum við gera eitthvað? Það er ekki líklegt því þeir eru ekki lengi frá.“

The post Klopp svarar: Mun Liverpool styrkja sig? appeared first on DV.

Categorie: Islanda

Snöggur og snar á brautinni

DV - Ven, 14/12/2018 - 22:30

Gæi er búinn að sækja Ford Ecosport upp í Brimborg og ætlar að prufuaka honum í samstarfi við Brimborg og DV. Gæi tekur Reykjanesbrautina heim og er hún tilvalin til að finna vinnslu bílsins og hvernig hann tekur við sér. Þá þýðir ekkert að spá í sparaksturinn heldur njóta þess að finna viðbrögðin og hvort að þessi 3cl bíll hafi eitthvað til brunns að bera.

Sjáum hvernig Gæi upplifði Ford Ecosport á heimleiðinni.

Hér er hægt að sjá meira um glæsikerruna Ford Ecosport
https://www.ford.is/is/bill/ecosport

Hvað þýðir það að bíll sé SUV?
SUV þýðir að bíllinn hefur ákveðna eiginleika. Upphaflega stendur SUV fyrir Sport Utility Vehicle því bílarnir höfðu stórar vélar, voru sterkbyggðir, hátt undir þá og há akstursstaða, með fjórhjóladrif og því var hægt að keyra á þeim á alls kyns vegaslóðum.

Ford Ecosport flokkast undir SUV þar sem það eru 19 sentimetrar undir lægsta punkt bílsins sem gerir hann einstaklega hentugan fyrir akstur á malarvegum og í snjó, sem sagt góður fyrir íslenskar aðstæður.

Sjá einnig
Snarlúkkar þessi kerra!

The post Snöggur og snar á brautinni appeared first on DV.

Categorie: Islanda

Hera Hilmarsdóttir: „Ég vildi skilja hvernig það er að lifa án mannlegra samskipta“

DV - Ven, 14/12/2018 - 22:30

Leikkonan Hera Hilmarsdóttir er fyrsti íslenski leikarinn til að landa burðarhlutverki í Hollywood-stórmynd, hlutverki sem hún bjóst aldrei nokkurn tímann við að hreppa. Hún gaf sér tíma í öllu annríkinu til þess að fara með blaðamanni DV yfir hið gífurlega umfang ævintýramyndarinnar Mortal Engines og leiðina að þessu risastóra hlutverki. Hera leiðir okkur í gegnum dæmigerðan vinnudag á stóru kvikmyndasetti og álagið sem fylgir hlutverki af þessu tagi.

Aðspurð um áhuga sinn á leiklist segir hún: „Mér hefur alltaf fundist gaman að setja mig í spor annarra og blása lífi í sögur sem heilla mig, Þetta hefur í raun ekki breyst mikið frá mínum yngri árum. Mig langaði alltaf að verða leikkona. Nú er ég svo heppin að geta kallað þetta vinnuna mína í stað þess að það sé eitthvað sem ég fæ aðeins að gera í frítíma mínum, sem er frábært.“

Í myndinni Mortal Engines fer Hera með hlutverk hinnar þrautseigu og hefnigjörnu Hester Shaw, sem freistar þess að koma fram hefndum gegn morðingja móður sinnar sem einnig afmyndaði andlit hennar. Myndin kemur úr smiðju kvikmyndagerðarmannsins og ofurframleiðandans Peters Jackson og hefjast sýningar nú um helgina á Íslandi og um allan heim.

Þetta er brot úr stærra viðtali sem má lesa í heild sinni í helgarblaði DV

Kona í karlmannshlutverki

Hera segir það vera hægara sagt en gert að samþykkja hlutverk í kvikmynd af þessari stærðargráðu. „Þegar þú tekur að þér svona hlutverk ertu að skuldbinda þig í langan tíma, og hinum megin á hnettinum í þessu tilfelli,“ segir hún. „Þetta er nógu stór ákvörðun ef myndin væri aðeins ein, hvað þá ef þær yrðu fleiri. En á endanum blasti það við að tækifærið var of stórt til að sleppa því, auk þess þegar ég las handritið og meira um persónuna Hester og bækurnar sjálfar gat ég ekki annað en sagt já.“

Leikkonan bætir við að það sé fágætt að túlka jafn margslungna persónu í leiðandi kvenhlutverki og ekki síður í „blockbuster“-mynd, sem hún segir ekki gerast oft. Hún segir söguþráð Hester Shaw vera í raun vera týpískan og karllægan, í þeim skilningi að erkitýpa af þessari gerð er nær undantekningarlaust leikin af karlmönnum.

Aðspurð hvaða helstu áskoranir hafi fylgt hlutverkinu segir hún þær hafa verið margvíslegar. „Í fyrsta lagi snerist þetta um að skilja hvernig Hester líður og hvernig það er að bera jafn mikinn andlegan farangur hvert sem maður fer,“ segir Hera. „Einnig var mikilvægt fyrir mig að átta mig á því hvernig er að lifa með einhvers konar útlitsgalla.“

Hera og andlitsörið umtalaða.

Leikkonan segir þá tilbreytingu kærkomna að stórmynd bjóði upp á aðalpersónu sem er afmynduð í framan. Venjan hefur yfirleitt verið sú að glansinn í bransanum fyrirbyggi slíkt. Hún tekur þó skýrt fram að hún vilji ekki tala um að þetta sé galli heldur í raun og veru karaktereinkenni.

„Hester hins vegar upplifir sig sem gallaða og fólk dæmir hana út frá útliti hennar,“ segir Hera. „Ég vildi skilja hvernig það er að lifa án mannlegra samskipta eins og hún gerir og hvaða áhrif það hefur á viðkomandi.“

The post Hera Hilmarsdóttir: „Ég vildi skilja hvernig það er að lifa án mannlegra samskipta“ appeared first on DV.

Categorie: Islanda

Valencia svarar gagnrýnendum með mynd: Löppin mjög illa farin

DV - Ven, 14/12/2018 - 22:00

Antonio Valencia, leikmaður Manchester United, fékk gagnrýni eftir leik við Valencia í vikunni.

Valencia spilaði með United í 2-1 tapi gegn Valencia en leikurinn var í riðlakeppni Meistaradeildarinnar.

Bakvörðurinn fékk gagnrýni eftir að hafa brotið á Toni Lato, leikmanni Valencia, en hann lá sárþjáður í grasinu eftir tæklingu Valencia.

Lato er 21 árs gamall en hann birti mynd af meiðslum sínum á Instagram eftir sigurinn á Mestalla.

Valencia svaraði svo fyrir sig í dag og birti mynd af sér þar sem sköflungur hans er illa farinn eftir viðskiptin við Lato.

Valencia setti broskall við myndina þar sem hann segir fólki í raun að halda sér saman.

Myndina má sjá hér.

The post Valencia svarar gagnrýnendum með mynd: Löppin mjög illa farin appeared first on DV.

Categorie: Islanda

Níu ára fangelsi fyrir kynferðisbrot í flugvél – Eiginkonan grét þegar dómur var kveðinn upp

DV - Ven, 14/12/2018 - 21:30

Prabhu Ramamoorthy, 35 ára indverskur ríkisborgari, var í vikunni dæmdur í níu ára fangelsi fyrir að brjóta kynferðislega á sessunauti sínum í flugvél Spirit Airlines-flugfélagsins í janúar síðastliðnum.

Vélin var á leið frá Las Vegas til Detroit þegar Prabhu fór með höndina ofan í buxur konu sem sat sofandi við hliðina á honum og strauk á henni kynfærin. Dómari sagði hegðun mannsins óverjandi en eiginkona hins dæmda sat hinum meginn við ganginn þegar brotið var framið. Hún grét þegar fangelsisdómurinn var kveðinn upp. Þegar afplánun lýkur verður honum vísað úr landi.

Prabhu var handtekinn við komuna til Detroit og í yfirheyrslum hjá fulltrúum FBI játaði hann brotið á sig. Þá sagðist hann hafa reynt að losa brjóstahaldara konunnar. Saksóknarar höfðu farið fram á ellefu ára fangelsisdóm en verjandi Prabhu fór fram á vægari dóm, meðal annars vegna þess að hann hefði orðið fyrir ofbeldi í fangelsi í Bandaríkjunum og ætti útskúfun yfir höfði sér í Indlandi.

Saksóknarar bentu á að Prabhu hefði ekki sýnt minnstu iðrun eftir að hann framdi brotið.

Í umfjöllun bandarískra fjölmiðla um málið segir að kynferðisleg áreitni og kynferðisbrot í flugvélum virðist vera vaxandi vandamál. Það mætti rekja til þeirrar staðreyndar að fleiri ferðast með flugi nú en áður, oft er auðvelt að verða sér úti um áfengi og þá er bent á að færri eru í áhöfnum flugvéla en oft áður.

The post Níu ára fangelsi fyrir kynferðisbrot í flugvél – Eiginkonan grét þegar dómur var kveðinn upp appeared first on DV.

Categorie: Islanda

Katrín og Bjarni bjuggu í draugahúsi á Eyrarbakka: „Ég hef upplifað ótta í húsinu“

DV - Ven, 14/12/2018 - 21:30

Gamla læknishúsið á Eyarbakka er kennt við draugagang. Óvænt dauðsföll hafa orðið þar á og mikil taugaveiki fólks sem hefur þar búið. Þetta staðfestir rithöfundurinn Bjarni M. Bjarnason, en hann hefur nýtt sér meinta draugahúsið til skrifta og slökunar með fjölskyldu sinni.

Mynd: GeiriX

Bjarni segir frá reynslu sinni í helgarblaði Fréttablaðsins ásamt Katrínu Júlíusdóttur, fyrrverandi eiginkonu sinni og framkvæmdastjóra Samtaka fjármálafyrirtækja. Þegar hann bjó fyrst í Læknishúsinu var hann tíu ára gamall og bjó þá með öldruðum frændum sínum, öðrum blindum og hinum mállausum. Þá kynntist hann sögu hússins vel. Árið 2011 bjó hann þar um tímabil með Katrínu Júlíusdóttur. Þá tóku þau þá ákvörðun um að flytja þangað tímabundið sökum þess að vera á milli húsnæða.

Á þeim tíma gegndi Katrín störfum iðnaðarráðherra og var ólétt af tvíburum. Bjarni segir frá lífi þeirra hjóna á þessum tíma og kafar ofan í sögu hússins í nýrri skáldsögu sinni, sem ber heitið Læknishúsið.

„Einhvern tímann var ég að ganga í nágrenninu og geng fram á krakkaskara sem spyr mig hvar ég búi. Þegar ég sagði þeim að ég væri í Læknishúsinu sögðu þau: Já, draugahúsinu. Ég var orðinn skrítni maðurinn, hálfur úr öðrum heimi,“ segir Bjarni.

Leið vel þar sem tvær stúlkur dóu

Katrín Júlíusdóttir. Mynd: DV

Að sögn Bjarna þorði Katrín aldrei að fara ein á klósettið á nóttunni. Hann skefur ekki undan því í viðtalinu að það hafi óneitanlega verið sterk nærvera í húsinu. Tvær stúlkur, Vigdís og Valgerður, dóu í húsinu, „líklega úr taugaveiki. Þær hafa verið 12 og 21 árs gamlar. Ég fann mikið fyrir nærveru þeirra,“ segir Bjarni.

Þá segir hann að Katrín hafi verið mikið rúmliggjandi þegar þau bjuggu í húsinu og dvaldi oft í herberginu sem stúlkurnar dóu í. Hún tekur fram að henni hafi ekki þótt það óþægilegt, öllu heldur að henni hafi fundist nærvera stelpnanna hafa róandi áhrif.

„Mér finnst gott að vera inni í herberginu þar sem stúlkurnar létust. Þetta voru góðar stúlkur sem veiktust. “ segir Katrín. „En ég hef upplifað ótta í húsinu. Ég var langþreytt og Bjarni stakk upp á því að ég færi þangað til að hvíla mig. Fyrstu nóttina var ég enn þá andvaka klukkan fjögur. Það heyrist svona ýmislegt í húsinu, úti blæs vindur og það gnauðar. Ég beit á jaxlinn og sagði við mig: Nú gengur þú um húsið, skoðar hvern einasta krók og kima. Þetta er gamalt hús og saga í hverju herbergi.“

The post Katrín og Bjarni bjuggu í draugahúsi á Eyrarbakka: „Ég hef upplifað ótta í húsinu“ appeared first on DV.

Categorie: Islanda

Fabregas að fá nóg: Því miður langar mig ekki að sinna þessu hlutverki

DV - Ven, 14/12/2018 - 21:30

Cesc Fabregas, leikmaður Chelsea, viðurkennir að hann gæti verið á förum frá félaginu.

Fabregas verður samningslaus eftir tímabilið en hann fær ekki mikið að spila undir stjórn Maurizio Sarri.

Spánverjinn er ekki ánægður með hlutverk sitt hjá Chelsea og gæti skoðað nýja möguleika.

,,Ég veit hvað mitt hlutverk hjá félaginu er. Því miður er það ekki hlutverkið sem ég vil sinna,“ sagði Fabregas.

,,Ég haga mér eins og atvinnumaður eins og venjulega. Ég reyni alltaf að gera mitt besta við þessar aðstæður.“

,,Ég spila með ungu strákunum og aðalliðinu þó að ég hafi ekki fengið að spila heilan leik með aðalliðinu á árinu.“

The post Fabregas að fá nóg: Því miður langar mig ekki að sinna þessu hlutverki appeared first on DV.

Categorie: Islanda

Bróðir Elmars tók sitt eigið líf: ,,Ég myndi ekki óska þess upp á minn helsta óvin að ganga í gegnum lífið, líðandi svona“

DV - Ven, 14/12/2018 - 21:00

Hlaðvarpsþátturinn, 90 mínútur hefur hafið göngu sína en um er að ræða þátt sem Hörður Snævar Jónsson, ristjóri 433.is stýrir.

Rætt verður um fótbolta við áhugaverða gesti í vetur, farið verður um víðan völl.

Næsti gestur þáttarins er Theodór Elmar Bjarnason, landsliðsmaður í knattspyrnu.

Elmar hefur átt frábæran feril í atvinnumennsku í 13 ár og gert það gott, nú er hann á tímamótum.

Elmar ræddi erfitt mál en hann varð fyrir miklu áfalli árið 2009 er hann lék með Lyn í Noregi.

Bróðir Elmars lést árið 2009 og var það auðvitað gríðarlegt áfall. Hann hafði verið í erfiðleikum með fíkn og fleira og tók sitt eigið líf.

Elmar er á góðum stað í stað og þó að hann sakni bróður síns en þeir voru mjög nánir er þeir voru yngri.

Hann var aðeins 22 ára gamall þegar hann fékk fréttirnar en viðurkennir að að þetta hafi ekki komið upp úr þurru.

,,Það er auðvitað mikið sjokk og mikill skellur. Það er erfitt fyrir hvern sem er að fara í gegnum það,“ sagði Elmar.

,,Þetta kom ekki eins og einhver þruma úr heiðskýru lofti. Það höfðu verið erfiðleikar með óreglu og annað. Þetta var vissulega mjög erfitt.“

,,Ég á gott bakland og góða konu sem var þarna hjá mér og við studdum hvort annað í gegnum þetta.“

,,Manni þarf að líða ansi illa til að taka svona ákvörðun og ég myndi ekki óska þess upp á minn helsta óvin að ganga í gegnum lífið, líðandi svona.“

,,Auðvitað vil ég að allir geti leitað sér hjálpað og vona að þetta lagist en á þeim stað sem hann var þá held ég að hann sé á betri stað núna en hann var á þá.“

,,Samband okkar var mjög gott og við vorum mjög nánir á okkar yngri árum en svo þegar menn fara í svona óreglu þá missir maður sambandið.“

,,Rétt áður en þetta gerðist þá hafði hann verið í heimsókn hjá mér. Hann kom á minn fyrsta landsleik í Svíþjóð og var alltaf dyggur stuðningsmaður minn.“

,,Þetta var mikill skellur en eins og ég segi þá hjálpaði þetta mér að koma fótunum á jörðina og líta á lífið frá öðrum hliðum og sjá hvað er mikilvægt.“

,,’Hefði ég átt að vera í meira sambandi, hefði ég átt að gera, hefði ég átt að gera hitt.’ Ég held að allir sem ganga í gegnum þetta hugsi alltaf svona. Maður fær alltaf svona samviskubit.“

,,Þetta er bara fíkn og veiki og það virðist erfitt fyrir marga að rífa sig upp úr því þegar maður er sokkinn svona djúpt. Ég held að það sé mjög erfitt fyrir aðstandendur að átta sig á hvernig maður á að haga sér eða hvað er rétt að gera.“

,,Ég held að það sé best að leita sér sérfræðiaðstoðar og tala við sem flesta sem hafa gengið í gegnum þetta. Ég er búinn að vinna á mínum tilfinningum og er á góðum stað þó að það sé alltaf söknuður.“

The post Bróðir Elmars tók sitt eigið líf: ,,Ég myndi ekki óska þess upp á minn helsta óvin að ganga í gegnum lífið, líðandi svona“ appeared first on DV.

Categorie: Islanda

Jennifer Lopez bjóst ekki við þessu: Sjáðu myndbandið

DV - Ven, 14/12/2018 - 21:00

Poppstjarnan Jennifer Lopez var gestur spjallþáttakóngsins Jimmy Fallon fyrir stuttu og fór í leikinn Can You Feel It? með honum. Leikurinn felst í því að keppendur þurfa að stinga hendi inn í kassa, þreifa á því sem er inni í kassanum og giska á hvað það er.

Jennifer og Jimmy þreifuðu á ýmsu, þar á meðal matarkyns, en það færðist fyrst hiti í leikinn þegar að This Is Us-stjarnan Milo Ventimiglia mætti á svæðið. Þá þurftu Jennifer, Jimmy og Milo öll að stinga höndum inn í kassann sem innihélt risastóra skál af lárperumauki, en viðbrögð Jennifer voru hreint út sagt óborganleg. Kíkið bara á myndbandið hér fyrir neðan:

The post Jennifer Lopez bjóst ekki við þessu: Sjáðu myndbandið appeared first on DV.

Categorie: Islanda

Nani: Mourinho er rétti maðurinn fyrir Manchester United

DV - Ven, 14/12/2018 - 20:41

Nani, fyrrum leikmaður Manchester United, vonar að félagið haldi sig við landa sinn Jose Mourinho.

Mourinho er orðaður við sparkið hjá United þessa dagana en gengi liðsins á leiktíðinni hefur ekki verið gott.

Nani vann með Sir Alex Ferguson hjá United á tíma þegar allt gekk eins og í sögu á Old Trafford.

,,Það er erfitt fyrir mig að tjá mig um muninn því ég get bara talað um mína reynslu af Ferguson,“ sagði Nani.

,,Ég horfi á þetta utan frá. Það er ekki sanngjarnt að bera þá saman því við erum að tala um öðruvísi tíma í sögu félagsins.“

,,Jose kom til United þegar félagið var ekki að vinna og hann hefur nú þegar unnið nokkra titla og þar á meðal Evrópudeildina.“

,,Ég er viss um að ef það sé einn þjálfari sem getur komið félaginu á rétta braut þá er það Jose.“

The post Nani: Mourinho er rétti maðurinn fyrir Manchester United appeared first on DV.

Categorie: Islanda

Aðventukvöld í Hólskirkju 9. desember 2018

Bæjarins Besta - Ven, 14/12/2018 - 20:40

Kæru kirkjugestir, gleðilega hátíð.

Hugurinn reikar fimmtíu ár aftur í tímann. Ég er þrettán ára. Ég sit hægra megin í kirkjunni í bleikum ermalausum kjól, tískusniði þess tíma. Minningin er afar sterk. Mér fannst þetta einstök stund, björt og hlý í dimmasta skammdeginu. Kirkjan okkar var 60 ára gömul og árleg aðventukvöld voru að byrja að festa sig í sessi. Þetta var hátíðarstund. Pabbi minn flutti hugvekjuna að þessu sinni. Árið 1968 hafði verið mikið sorgarár í Bolungarvík, slysin miklu í Ísafjarðardjúpi þegar Heiðrún önnur fórst höfðu djúpstæð áhrif á allt samfélagið í kringum okkur. Í huganum finnst mér eins og kaldir og illviðrasamir febrúardagarnir hafi verið umluktir myrkri allan sólarhringinn. Stormur úti, bátabylgjan á í útvarpinu og skelfing og sorg í andlitum fólks.

Þegar pabbi minn lauk við hugvekju sína með erindum úr sálmi Matthíasar Jochumssonar fannst mér þessi erindi hafa verið sérstaklega samin um Víkina mína og tala beint til okkar.

Hann heyrir stormsins hörpuslátt

Hann heyrir barnsins andardrátt.

Hann heyrir sínum himni frá,

Hvert hajrtaslag þitt jörðu á.

Í almáttugri hendi hans

er hagur þessa kalda lands,

vor vagga braut, vor byggð og gröf

þótt búum við hin ystu höf.

Það er hátíðisdagur í dag þegar 110 ár eru liðin frá vígslu Hólskirkju. Mér er það sönn ánægja að fá að standa í kirkjunni sem mér þykir svo undur vænt um og fá að fagna þessum degi með ykkur.

Á þessum stað hafa menn leitað skjóls og átt helgar stundir á sorgar- og erfiðleikatímum í lífi sínu og hér hafa mörg stærstu og hamingjuríkustu sporin í lífi manna verið gengin . Hér hafa skipst á þungbær harmur og hrífandi hamingja kynslóðanna.

Árið 1908 var lítið þorp að breytast úr verbúðarþorpi í gróskumikið kauptún. Þetta var merkisár. Árið sem framsýnir menn stofnuðu hér Sparisjóð(1) og árið sem Bolvíkingar ákváðu að byggja nýja kirkju á Hóli.

Smíðin hófst um vorið 1908 með efnivið sem kom að mestu tilhöggvinn frá Noregi. Allt efnið þurfti „að bera á sjálfum sér“ eins og sagt var frá sjávarsíðunni og upp Hólinn. En þrátt fyrir erfiða flutninga og litla nútímatækni náðist að vígja kirkjuna sama ár, eða annan sunnudag í aðventu árið 1908. (2). Íbúarnir sem voru í tæplega 500 (3) höfðu reist sína nýju kirkju á aðeins nokkrum mánuðum.

Bolvíkingar hafa ávallt hugsað sérlega vel um kirkjuna sína og sýnt mikinn hlýhug í verki. Ekki eru nema nokkur ár síðan stórvirkar endurbætur voru gerðar á byggingunni og í gegnum tíðina hafa kirkjunni borist gjafir stórar og smáar.

Og enn hafa Bolvíkingar og aðrir velunnarar kirkjunnar tekið höndum saman því brátt mun verða vígt hér nýtt orgel sem sæma mun vel þessu einstaka fallega kirkjuhúsi.

Mér finnst ekki úr vegi á þessum tímamótum að minnast barnastarfsins í kirkjunni og rifja upp kristinfræðikennsluna í skólanum. Barnamessurnar voru mikið nýjabrum og afar vel sóttar. Dagskráin var fastmótuð. Ávallt var lesin smásaga með góðum boðskap, fermingarbörn ársins leiddu söng við undirleik organistans, eitt til tvö lög voru sungin af nokkrum stúlkum við altarið við gítarundirleik. Síðast en ekki síst las sr. Þorbergur fyrir okkur nýja framhaldssögu árlega sem mig grunar að hann hafi stundum þýtt beint við lesturinn. Þegar við kyrjuðum lokasálminn sem ávallt var; „Þú æskuskari á Íslandsströnd“ undirtók í fjöllunum og heim héldu svöng börn í ilmandi og heitan hádegismatinn. Það var sunnudagur.

Kristinfræðikennsluna í skólanum annaðist sóknarpresturinn okkar af mikilli alvöru. Fyrir hvern tíma bar okkur að læra eitt vers í sálmi. Við vitum öll að megináhersla á utanbókarlærdóm er ekki talin mikilvægasta aðferðin við kennslu barna í dag. Ég er þess hinsvegar fullviss að sálmarnir sem við lærðum og sú hugarþjálfun sem í því fólst, skilaði sér síðar í auknum skilningi á kærleiksboðskapnum, aðdáun á fallegum skáldskap og virðingu fyrir tungumálinu okkar og menningararfinum. Gullna reglan, tvöfalda kærleiks-boðorðið og útskýringar á dæmisögum voru sannarlega til þess fallnar að innræta samfélagsvitund og mannréttindi. Já veganestið var gott og trú, heiðarleiki og drengskapur eru sannarlega ekki minna virði en áður. Það er hinsvegar okkar sjálfra að rækta það jákvæða, treysta og trúa, biðja, hlusta og íhuga. Það er hlutverk okkar sem eldri erum að veita komandi kynslóðum menntun og veganesti til að takast á við mótlæti og erfiðleika í lífinu.

Já áhrif bernskuáranna eru margvísleg og víst er að þau rista djúpt og skilja aldrei við mann. Þau móta mann til framtíðar. Bernskuárin í Bolungarvík voru afar dýrmæt, skemmtileg og viðburðarrík. Leiftrandi minningar fara um hugann.

Alhvít fjöllin í allri sinni tign.Börn á skíðasleðum að renna sér á Skólastígnum. Í troll troll í landhelgi á skautum. Skíðin með gormabindingum. Við börnin send með brúsa að kaupa mjólk, með peningana í vettlingunum. Farið við hjá hjá Gústa Jas í fiskibúðinni, heitt brauð keypt í Einarsbúð, pökkuð í hvítan pappir sem aðeins náði yfir mitt brauðið, bolludagur og maskar.

Sólríkir sumardagar. Stelpur í vist með börn í kerrum og nokkur eldri sér við hlið hópuðust saman á róluvellinum.

Konurnar sem unnu í frystihúsinu í nælonskyrtunum með bát eða skuplur á höfðinu á hraðri ferð heim í hádeginu. Dugnaðarforkar að bera út dagblöðin með þungar töskur á báðum öxlum hvernig sem viðraði.

Í minningunni voru líka flestar ömmur með fléttur í hnút að aftan eða í hring um höfuðið og skörtuðu upphlut eða peysufötum þegar mikið stóð til. Steina Júl, Elísabet amma og Beta Bjarna, María Rögnvalds, og auðvitað hún Sala móður amma mín sem bjó hjá okkur eftir að afi dó.

Á sjöunda og áttunda áratugnum átti sér stað mikil uppbygging í Bolungarvík. Það fjölgaði mikið í bænum, mörg ný íbúðarhús risu, tónlistarskóli var stofnaður, götur voru malbikaðar, sundlaug byggð, nýjar verslanir, stærra frystihús, ný skip og bætt hafnarmannvirki.

Sérstaklega eftirminnilegt var þegar flutt var úr litla gamla skólahúsinu, þar sem nú er tónlistarskólinn í 3ja hæða hús, með sértaklega útbúnum kennslustofum fyrir handavinnu, söng og eðlisfræði – og ekki síst: það var leiksvið! Öll þessi undur gáfu okkur sjálfstraust og trú á framtíðina. Það var vel hlúð að okkur og það var gott að finna það.

Samheldni og samhygð eru þó það allra dýrmætasta sem við tókum með okkur. Við sáum að menn störfuðu þétt saman við uppbyggingu Bolungarvíkur og við sáum það og fundum þegar erfiðleikar steðjuðu að.

Og svo leið að jólum.

Á okkar heimili var englaspilið dregið fram í byrjun desember. Það var úr messing og komið var fyrir fjórum snúnum „Hreinskertum“ og þegar kertin höfðu logað smá stund fóru englarnir á ferð og slógu í litla bjöllu. Þessir fíngerðu tónar hringdu inn aðventuna.

Já ekkert í heiminum var eins og jólin. Það þótti okkur systkinunum allavega. Tilhlökkunin var svo mikil og biðin var svo ótrúlega löng. Og undirbúningurinn var mikill. Það þurfti að huga að fötum á mannskapinn. Fötin, sérstaklega drengjafötin voru alltaf vel við stærð og oft var sett bómull í tána á skónum.

Mörgum sinnum var tekið til við bakstur. Smákökusortirnar voru a.m.k. 10 í minningunni. Engu mátti sleppa, sérstaklega ekki mömmukökum, loftkökum, engiferkökum eða vanilluhringjum. Smákökur voru sælgæti jólanna og þeirra var neytt frá aðfangadegi til þrettánda. Aldrei man ég eftir að afgangar hafi orðið. Við fengum að hjálpa til, sérstaklega við að hnoða litlar kúlur og setja eina möndlu á, og smyrja mömmukökur. Brúna lagkakan var bökuð eftir uppskrift frá Oggu Ólafs, síðan var hvít lagkaka, rúlluterur brúnar og hvítar, svampbotnar, súkkulaðikökur og marens.

Það var líka gert hreint,,, svona bara í kring, sagði mamma. Það þýddi að veggir voru ekki þrifnir upp í loft eins og á vorin. Jólagardínurnar í eldhúsið voru settar upp, skór fóru í glugga, og mamma og pabbi skrifuðu saman jólakortin. Húsið var skreytt. Stundum var stungið greni bak við myndir á veggjum og jafnvel sett smá bómull til að líkja eftir snjó. Undir var lengja með íslenska fánanum límd í boga. Þessir siðir eins og aðrir tóku breytingum, tískan hélt innreið sína í Bolungarvík eins og annars staðar.

Á Þorláksmessu voru miklar annir. Oft var jólatréð skreytt á Þorláksmessu og síðan var læst inn í stofuna. Þá fengum við ekki að sjá það fyrr en aðfangadag. Undir hljómuðu jólakveðjurnar í útvarpinu með útvarpsröddunum sem aldrei gleymast.

Og loks rann upp aðfangadagur. Ég sé bræður mína fyrir mér í gráum jakka-fötum, sitjandi á vaskbrúninni á baðinu áður en við héldum til messu. Þeir bleyta greiðuna og greiða hárið vandlega aftur og spennan er næstum áþreifanleg. Rennislétt hár einkadótturinnar var nú með krullur. Mömmu hafði hafði tekist að finna tíma til að skella rúllum í hárið. Það voru stundum forréttindi að vera bara eina stelpan í hópnum.

Í messunni á aðfangadag komu svo loks jólin til okkar með jólaguðspjalli, kertaljósunum og jólasálmum. Með Hiddu frænku og Benedikt, Kristjáni Júl, Stínu Magg, Helgu Svönu, Völu Finnboga, Mörtu Sveina,Únnu, Kristnýju, Karvel og Gesti Pálma og ótal mörgum öðrum eðalsöngvurum. Þarna var fólkið mitt; fjölskyldan, skólafélagar, mæður sem höfðu bakað, þrifið og saumað allan desember, stundum á nóttunni, veðurbarnir sjómenn, iðnaðarmenn og

kennarar. Allir í sínum fínustu sparifötum. Faðmlög og hátíðaróskir á leiðinni út, tunglskin og froststilla, allavega stundum.

Heima var kveikt á kertum og allt varð yfirmáta hátíðlegt. Heimsins besta máltíð indæl steik og möndlugrautur. Ein gjöf fyrir matinn og að máltíð lokinni áttu allir að hjálpast að við að ganga frá.

Á jóladag voru eftirminnileg jólaboð með fjölskyldum okkar, þar sem gengið var kringum jólatré og sungið hástöfum, drukkið heitt súkkulaði eða kók með tertum og smákökum. Þar voru m.a. saman komin á þriðja tug systkinabarna.

Það var gott að vera í fríi frá skólanum og maður átti það auðvitað til að lesa fram á nótt nýja Öddubók eða Ævintýrabók. Milli hátíðanna fengum við spennandi verkefni þegar við fengum að vera með í vörutalningu i verslununum. Það var alltaf tilhlökkunarefni. Og við vönduðum okkur, svo mikið var víst. Mamma okkar vann líka alltaf með okkur þessa daga. Eins og heima fyrir var hún mikil hamhleypa til verka og einstaklega vandvirk. Pabbi kom niður af skrifstofunni og kenndi mér hvernig vörutalning fór fram á efnisströngum. Fyrst mældi hann 1 m af efni, vigtaði það og vigtaði síðan allan strangann til að meta hversu mikið var eftir. Ég skráði niður og fann mikið til mín.

Dagatöl fyrirtækisins voru send árlega víða um land. Við frændsystkinin fengum að undirbúa það. Fyrst þurfti að festa blokkina með dögunuum 365 á spjaldið þar sem m.a. var í mörg ár falleg mynd af Bolungarvík. Þá var að pakka dagatalinu í stóran brúnan bréfpoka, hefta fyrir og að lokum skrifa utan á, samkvæmt löngum listanum Okkur fannst skemmtilegt að afi vildi ávallt sjálfur skrifa utan á sendingarnar sem fóru í Ísafjarðardjúp, þar þekkti hann fólkið, bæina og viðkomandi hrepp. Þegar háir staflar voru komnir var öllu pakkað og pósturinn sá um að allir fengju dagatal áður en nýtt ár rann upp.

 

Ester Jónatansdóttir.

Categorie: Islanda

Fjárhagsaðstoð hækkar um áramótin

DV - Ven, 14/12/2018 - 20:34

Borgarstjórn hefur samþykkt að hækka grunnfjárhæð framfærslustyrks velferðarsviðs um sex prósent frá næstu áramótum.

Grunnfjárhæð framfærslustyrks fyrir einstakling fer úr 189.875 krónum á mánuði í  201.268 krónur á mánuði. Hjá hjónum og sambúðarfólki fer upphæðin úr 284.813 krónum í 301.902 krónur á mánuði. Þetta kemur fram í tilkynningu.

Áætlaður viðbótarkostnaður velferðarsviðs Reykjavíkurborgar vegna hækkunar fjárhagsaðstoðar er tæplega 49 milljónir króna á árinu 2019.

Samþykkt var að hækka áætlun fjárhagsaðstoðar um rúmlega 94 milljónir króna á næsta ári. Í heild greiðir Reykjavíkurborg um 2,2 milljarða króna á næsta ári til fjárhagsaðstoðar.

The post Fjárhagsaðstoð hækkar um áramótin appeared first on DV.

Categorie: Islanda

Ekkert partý hjá Newcastle annað árið í röð

DV - Ven, 14/12/2018 - 20:30

Rafael Benitez, stjóri Newcastle, hefur staðfest það að það verði ekkert jólapartý á St. James’ Park þetta árið.

Venjan er að lið á Englandi taki góðan hitting um jólin og skemmti sér saman. Newcastle gerði það þó ekki í fyrra eftir erfitt gengi.

Þrátt fyrir betra gengi í ár þá verður ekkert partý haldið. Leikmennirnir einbeita sér að leikjum gegn Huddersfield og Fulham.

,,Þessir leikmenn, á síðasta ári þá hættu þeir við jólapartýið því þeir vissu að það væri það rétta í stöðunni,“ sagði Benitez.

,,Á þessu ári verður það eins. Þegar ég talaði við Jamaal [Lascelles] þá sagði ég við hann: ‘Ef eitthvað er að, þá verður þú að fatta það.“

,,Þeir vildu gera þetta því það er venjan hjá sumum leikmönnum, sérstaklega á Englandi.“

,,Ég held þó að þeir hafi staðið sig vel og ég held að stuðningsmennirnir séu ánægðir með það að þeir séu að einbeita sér að einum hlut.“

The post Ekkert partý hjá Newcastle annað árið í röð appeared first on DV.

Categorie: Islanda

Kjartan lenti í sjóslysi:- „Ég verð að ná að ná höndinni svo þeir geti saumað hana aftur á“

DV - Ven, 14/12/2018 - 20:30

Kjartan Þór Kjartansson eða Kjartan á Múla, er vel þekktur meðal hundaeigenda í Facebook-hópnum Hundasamfélagið. Þar deilir hann myndum af Bellu sinni sem er glaðlyndur Golden Retriever. Bella er hamingjusamur hundur og Kjartan er umhyggjusamur eigandi. En sagan af því af hverju Kjartan ákvað að fá sér hund og hvaða stefnu líf hans tók eftir þá ákvörðun er hvort tveggja sorgleg og falleg.

Neðangreint er hluti af stærra viðtali úr helgarblaði DV

Sjómaður frá Vestmannaeyjum lendir í slysi

Kjartan Þór Kjartansson kemur úr Vestmannaeyjum. Hann er kenndur við heimabæinn sinn þar, Múla, Kjartan á Múla, eins og faðir hans á undan honum, og afi hans þar á undan. Kjartan var sjómaður hjá útgerðinni Ós ehf. á skipinu Þórunni Sveinsdóttur VE í um tuttugu ár. „Ég var sjómaður þar til ég slasaðist í janúar árið 2014.“

Kjartan var á sjó þegar hann lenti undir grandarakeðju. „Þarna lá ég undir og man eftir að reyna að grípa klemmdu höndina með hinni því ég hugsaði: „Ég verð að ná að ná höndinni svo þeir geti saumað hana aftur á“.“

Höndin var þó enn föst. Kjartan var vel klæddur, enda kaldur janúar á sjó, og fékk hann aðeins nokkrar skrámur útvortis og að auki voru beinin óbrotin. En innvortis var önnur saga. „Þar fór allt í sundur. Allt sogæðakerfið ónýtt, allar taugar og vöðvinn. Ég gat ekki hreyft fingurna í ár.“

Stöðugur sársauki

Skaðinn var mikill og þótt Kjartan geti í dag hreyft fingurna þá finnur hann stöðugt fyrir miklum sársauka. „Í 59 mánuði hef ég ekki fengið einn einasta dag þar sem ég er verkjalaus.

Ég er búinn að fara í svo margar aðgerðir og meðferðir að þær eru örugglega orðnar á þriðja eða fjórða tug í heildina. Þær voru allar gerðar til að reyna að létta verkina. Þegar slysið varð þá sprakk taugastöð og frá þeirri stöð kemur sársaukinn, þó að ég finni fyrir honum frá höndinni. Allt taugakerfið er brenglað. Ég upplifi til dæmis kulda sem bruna, og ef ég held á hlut í einhvern tíma þá finn ég útlínur hans eftir smá stund í höndinni, sem bruna. Ég á erfitt með að vera í fötum því ég finn til þegar þau nuddast við mig og á dögum eins og þessum þá verð ég einfaldlega að taka ákvörðun um hvort ég vilji finna til vegna þess að fötin nuddast við mig, eða klæða mig minna og finna þá til vegna kulda. Ég finn til á meðan ég sef, finn fyrir sársauka alla nóttina. Sársaukinn stoppar ekki.“

Allar meðferðir og aðgerðir sem Kjartan fer í eru tilraunir til að deyfa sársaukann.
„Ég fer í þessar meðferðir, allt til að reyna að deyfa þetta. Þeir hafa dælt í mig skuggaefni og sett á mig sérstakan chili-plástur með virka efninu í chili-pipar. Plásturinn átti að brenna taugarnar til að tæma taugaboðin en ég upplifði þá svo mikinn sársauka að ég endaði uppi á gjörgæslu. Sársaukinn var að drepa mig. Hjartslátturinn og blóðþrýstingurinn var kominn út fyrir heilbrigð mörk og það þurfti að deyfa mig svo mikið að það hægðist á önduninni. Hjúkrunarfræðingur þurfti að standa við rúmið mitt og minna mig á að anda. Ég lét mig þó hafa þetta í alls fjögur skipti, bara til að eiga möguleika á þremur til fjórum vikum með minni sársauka. En ekkert virkar, sársaukinn fer aldrei. Skaðinn er bara svo svakalega mikill. Ég hef meira að segja farið í  lyfjagjöf þar sem ég fékk ketamín, sem er hrossadeyfilyf. En það virkaði bara í viku.“

Fékk vír í hrygginn

Loksins fundu læknar þó úrræði sem lofaði góðu. „Ég fékk græddan í mig sérstakan vír sem er tengdur við batterí og þræddur í gegnum hrygginn á mér. Ég þurfti að fara út fyrst til að prófa vírinn til að sjá hvort hann hentaði mér. Aðgerðin var gerð með staðdeyfingu þar sem ég þurfti að vera vakandi til að láta lækninn vita hvenær vírinn snerti taugina. Eftir prófunina þurfti ég svo að koma aftur til að láta koma honum fyrir varanlega. Með vírinn í mér fann ég fyrir 80 prósent minni sársauka. En svo færðist hann til og sársaukinn kom aftur. Vírnum var aftur komið fyrir á réttum stað en þegar hann færðist aftur sögðu læknarnir mér að of mikil áhætta væri á að það blæddi inn á mænuna og því væri ekki ákjósanlegt að koma honum aftur fyrir. Ef blæddi inn á mænuna gæti ég lamast eða dáið. Því lét ég, í samráði við læknana, fjarlægja vírinn.“

 

Í helgarblaði DV má lesa meira  um Kjartan Þór og hvernig hundurinn Bella bjargaði lífi hans

The post Kjartan lenti í sjóslysi:- „Ég verð að ná að ná höndinni svo þeir geti saumað hana aftur á“ appeared first on DV.

Categorie: Islanda